Hvað er í matinn? Hvað með gómsætt grænmetislasagna?

Allir dagar ársins eru tileinkaðir einhverju – og á sunnudaginn 25. október er pastadagur. Hvernig væri að fá sér í tilefni dagsins? Heimagert grænmetislasagna getur verið stútfullt af næringarefnum ef valið er fjölbreytt úrval grænmetis, góð jurtaolía og síðast en ekki síst heilhveiti lasagnaplötur. Heilhveiti lasagnaplötur, og aðrar heilkornavörur, eru ríkar af næringarefnum og trefjum. Þær eru gjarnan auðkenndar með Skráargatinu.

Hér kemur uppskrift af grænmetislasagna úr fyrstu Af bestu lyst bókinni, samvinnuverkefni Krabbameinsfélagsins, Hjartaverndar og Manneldisráðs (nú Embætti landlæknis). Bækurnar eru alls fjórar og sú nýjasta tekur sérstaklega mið af barnafjölskyldum og uppskriftum sem eru góðar fyrir heilsuna, budduna og umhverfið. Njótið vel!

Lasagna-002-