Pönnusteikt rauðspretta með döðlum, eplabitum og grænmeti

  • 2 rauðsprettuflök, beinlaus með roði
    (það má líka nota allan annan fisk, t.d. keilu, löngu, ýsu, lúðu eða smálúðu)
  • ½ laukur 
  • ½ epli
  • ½ rauðlaukur 
  • 10 döðlur
  • salt og pipar úr kvörn 
  • ólífuolía
  • hveiti eða heilhveiti
  • kartöflusmælki

Skerið flökin í tvennt fyrir miðju, stráið hveiti/heilhveiti yfir flökin. Kryddið með salti og piprið. Steikið stuttlega upp úr olíu og setjið í ofnföstu fati í ofn í 10 mín við 140°. 

Meðan fiskurinn er í ofninum brytjið lauk, rauðlauk, epli, döðlur og kartöflur og brúnið á sömu pönnu. Setjið lok á pönnuna og hafið á vægum hita í 10 mín. Borið fram með sítrónubátum.




Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?