Karlar segja frá

Brotnaði við minnstu hreyfingu

„Ég var búinn að vera margrifbeinsbrotinn í 3-4 mánuði áður en ég var greindur. Ég brotnaði við minnstu hreyfingu, eins og til dæmis að snúa mér í rúminu eða hósta. Ég var líka hryggbrotinn og mjög kvalinn út af því,“ segir Ingimar Jónsson, bóndi á Flugumýri í Skagafirði, sem greindist með mergæxli haustið 2016, þá 48 ára gamall. 

Lesa meira

Frímerkjasafnari með áhyggjur af verkfalli

„Ég fór að pissa blóði í ársbyrjun 2015. Ég átti tíma pantaðan hjá lækni nokkrum dögum síðar og var greindur með krabbamein í þvagblöðru. Við tók lyfjameðferð og ég var skorinn um sumarið þar sem þvagblaðra og blöðruhálskirtill voru fjarlægð,“ segir Sigurður Steinarsson sem er með þvagstóma.

Lesa meira

Mottumars rak Davíð til læknis

„Ég vissi að það var eitthvað að. Ég var búinn að lesa mér það mikið til að ég gerði mér grein fyrir að það væri sennilega æxli. En svo er þetta svo hart. Maður liggur þarna á bekknum ber að neðan. Læknirinn þræðir upp járnstöng með linsu og myndavél. Kemur svo til baka og segir: „Horfðu nú á skjáinn Davíð minn. Þetta er illkynja krabbamein.“

Lesa meira

Félagsleg tengsl mikilvæg í veikindum

Það var síðla árs 2016 að Jón Ingi Einarsson fór að finna fyrir ónotum í maga. Hann þoldi hvorki mat sem hann var vanur að borða né kaffi og ákvað að fara til heimilislæknis. Í magaspeglun greindist hann með góðkynja magaæxli sem ákveðið var að fjarlægja, en í aðgerðinni komu í ljós bólgnir eitlar í maga sem reyndust illkynja krabbamein. Í jáeindaskanna kom svo í ljós að krabbamein var líka í smágirni og öðrum nára og við tók lyfjameðferð.

Lesa meira

Hjónasjúkdómur í virku eftirliti

„Ég held að allir muni stundina þegar læknirinn segir að niðurstöðurnar séu komnar og maður sé með krabbamein,“ segir Þráinn Þorvaldsson sem lét reglulega mæla PSA gildi í blóði. PSA er vísbending um hvort krabbamein í blöðruhálskirtli geti verið til staðar. „Ég fékk náttúrulega áfall, þá 61 árs gamall, eins og allir sem fá greiningu.“

Lesa meira

Á hlaupum með blóðkrabbamein

Gunnar Ármannsson greindist með blóðkrabbamein í árslok 2005, þá 38 ára gamall. Læknar héldu fyrst að um ákveðna tegund hvítblæðis væri að ræða, en árið 2017 kom hins vegar í ljós að um var að ræða sjaldgæft blóðkrabbamein, Waldenströms Macroglobulinemia.  

Lesa meira

Þetta kemur ekki fyrir mig

Það var bjartur vordagur árið 2018 þegar Sveinn Björnsson leitaði til læknis með grun um að hann væri með magasár. Mikið álag hafði þá verið á Sveini vegna vinnu og hann verið farinn að finna fyrir ónotum og öðrum einkennum. Honum gekk líka illa að klára á klósettinu. 

Lesa meira

Þakklátur fyrir framlenginguna

Björn Ingólfsson, fyrrverandi skólastjóri á Grenivík, er giftur sjö barna faðir. Hann greindist með krabbamein í gallvegi árið 2009 og í framhaldinu gekkst hann undir stóra og flókna aðgerð á Landspítalanum, svokallaða Whipple aðgerð. Hlutar af brisi, maga og skeifugörn voru fjarlægðir til að varna því að krabbameinið dreifðist frekar.

Lesa meira

Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?