Stuðningshópar og jafningja­stuðningur

Á vegum Krabbameinsfélagsins starfa stuðningshópar fyrir þá sem hafa (eða hafa haft) krabbamein og aðstandendur. Þeir bjóða meðal annars upp á jafningjafræðslu og félagsskap. Þeim sem taka þátt í stuðningshópum líður oft betur og upplifa aukin lífsgæði.

Stuðningshóparnir hafa aðstöðu hjá Ráðgjafarþjónustunni að Skógarhlíð 8. Einnig eru stuðningshópar starfandi á landsbyggðinni.

Starfsemi stuðningshópanna er margvísleg. Sem dæmi má nefna mánaðarlega fundi Góðra hálsa fyrir karla sem hafa greinst með blöðruhálskirtilskrabbamein, golfdag á haustin á vegum verkefnisins Karlarnir og kúlurnar og jafningjastuðning Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein eða eru aðstandendur, veittan af fólki sem sjálft hefur greinst með krabbamein eða verið aðstandendur.

Kynntu þér nánar stuðningshópana og starfsemi þeirra.

Fagfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins býður ráðgjöf, stuðning og hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Einnig geta þeir sem hafa spurningar eða grun um krabbamein haft samband. Síminn er opinn alla virka daga: 800 4040 og hægt er að senda tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?