Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins

Ráðgjöf og stuðningur

Þegar maður sjálfur eða aðstandandi greinist með krabbamein hefur það víðtæk áhrif á fjölmarga þætti í lífi manns. Margar spurningar vakna. Hvort sem um ræðir réttindi og fjármál, erfiðar tilfinningar, samskipti við aðra eða eitthvað sem snýr að sjúkdómnum sjálfum getur skipt verulega miklu máli að sækja sér upplýsingar og leita ráðgjafar. Þú þarft ekki að standa einn.

Ef þú hefur spurningar um krabbamein eða bara þörf fyrir spjall, er hægt að leita til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Þú getur hringt í okkur í síma 800 4040, sent okkur tölvupóst eða bara litið inn.


Góð ráð

Ráðgjafar­þjónusta

Ráðgjafarþjónusta Krabba­meins­félagsins býður ráðgjöf, stuðning og hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Einnig geta þeir sem hafa spurningar eða grun um krabbamein haft samband. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.

Lesa meira

Tilfinningamál

Við karlar eigum margir erfitt með að deila erfiðum tilfinningum með öðrum og byrgjum þær inni.

Lesa meira

Vinnan

Það, hversu mikið er hægt að vinna í veikindum ræðst af eðli starfsins og líðan viðkomandi. Vinnan getur veitt visst öryggi og festu auk þess sem tengslin við vinnufélagana skipta máli.

Lesa meira

Kynlífið

Meðferð við krabbameini getur haft áhrif á kynlífið. Gleymdu því samt ekki að þú ert meira en bara typpið!

Lesa meira

Aðstandendur og vinir

Aðstandendur geta haft þörf fyrir faglegan stuðning og ráðgjöf. Vinir og vinnufélagar geta gert ýmislegt til að styðja félaga sem greinist með krabbamein.

Lesa meira

Stuðningshópar og jafningja­stuðningur

Þátttaka í stuðningshópum getur aukið vellíðan og lífsgæði þeirra sem hafa (eða hafa haft) krabbamein eða eru aðstandendur. Mörgum finnst gott að hitta aðra sem hafa staðið í svipuðum sporum.

Lesa meira


Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?