Vinnan

Í veikindum getur vinnan skipt miklu máli og veitt ákveðið öryggi og festu þótt hversdagslífið gerbreytist að öðru leyti. Það að halda tengslum við vinnufélagana uppfyllir ýmsar félagslegar þarfir og getur dregið úr þeirri einangrun sem margir upplifa.

Það fer þó eftir eðli vinnunnar og líðan þinni hvort þú getir haldið áfram að vinna (að fullu eða hluta) eða þurfir að fara í veikindaleyfi.

Réttindi og úrræði

Veikindaréttur þinn fer eftir hversu lengi þú hefur starfað á þínum vinnustað og þeim kjarasamningum sem í gildi eru. Samantekt um réttindi þeirra sem greinast með krabbamein - upplýsingar um fjármál, félagsleg réttindi og endurhæfingu.

Fagfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins býður ráðgjöf, stuðning og hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Einnig geta þeir sem hafa spurningar eða grun um krabbamein haft samband. Síminn er opinn alla virka daga: 800 4040 og hægt er að senda tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.

Lestu meira:

Er samstarfsfélagi þinn með krabbamein ? Hér eru nokkur hollráð sem gætu komið að gagni og hér eru nánari upplýsingar varðandi þessi mál. Krabbamein og vinnustaðir. Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?