Vinnsla persónupplýsinga

Gestir Karlaklefans geta sent athugasemdir um efni einstakra síðna og þeim býðst að láta netfang fylgja ábendingunni. Einnig er hægt að nota Hafa samband síðuna til að senda okkur fyrirspurnir almenns eðlis.

Nöfn og netföng sem berast Krabbameinsfélaginu eftir þessum leiðum eru einungis notuð til að svara viðkomandi ábendingu eða fyrirspurn. Gögnin eru tímabundið vistuð í vefumsjónarkerfi vefsins og er sjálfkrafa eytt þaðan að 6 mánuðum liðnum.

Notkun á vef Karlaklefans er mæld með þjónustu Google Analytics. Þær notkunarupplýsingar eru nafnlausar og mælingar stilltar á að vista ekki nákvæmar IP tölur. Strangt til tekið falla þær notkunarmælingar þó undir skilgreiningu á vinnslu persónupplýsinga.

Verkefnið Karlaklefinn er á ábyrgð Krabbameinsfélags Íslands og heyrir þar með undir almenna persónuverndarstefnu félagsins.