Bregðumst við einkennum

Er eitthvað öðruvísi en venjulega?

Krabbamein eru mörg og mismunandi, en það eru tiltekin einkenni sem við karlar þurfum að vera sérstaklega vakandi fyrir.

Ef þú þekkir og ert vakandi fyrir einkennum krabbameins geturðu frekar brugðist fljótt við. Því fyrr sem krabbamein greinist því meiri líkur eru á bata.

Ertu með allt á hreinu? Taktu einkennaprófið

Í stuttu máli ættir þú að vera vakandi fyrir því ef eitthvað við líkama þinn og starfsemi hans 

 1. er öðruvísi en það er vant að vera, 
 2. á sér ekki skýrar orsakir, 
 3. er langvarandi.

Helstu einkenni sem þú ættir ekki að láta fara framhjá þér:

 • Óvenjuleg blæðing, til dæmis frá endaþarmi, blóð í hægðum, þvagi eða hráka.
 • Þykkildi eða hnútar, til dæmis í pung, nára, handarkrika eða á tungu.
 • Óútskýrt þyngdartap
 • Þrálátur hósti eða hæsi
 • Langvarandi kyngingarerfiðleikar
 • Sár sem ekki gróa til dæmis í munni eða á kynfærum.
 • Breytingar á hægðum eða þvaglátum, til dæmis langvarandi niðurgangur eða hægðatregða, blóð í hægðum , erfiðleikar við að pissa.
 • Nýir fæðingarblettir eða breytingar á blettum, til dæmis stærð, lögun eða litur.
 • Langvarandi óþægindi frá meltingarvegi, til dæmis magaverkir eða uppþemba.
 • Þreyta sem ekki minnkar við hvíld
 • Viðvarandi verkir án þess að orsök sé ljós

Hafðu samt í huga að þó einkennin gætu stafað af krabbameini geta þau einnig átt sér aðrar skýringar. Mikilvægt er samt að leita til læknis til að fá úr því skorið. 

Hér getur þú lesið ítarlegra efni um einkenni krabbameina á vef Krabbameinsfélagsins.

Fagfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins býður ráðgjöf, stuðning og hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Einnig geta þeir sem hafa spurningar eða grun um krabbamein haft samband. Síminn er opinn alla virka daga: 800 4040 og hægt er að senda tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.

Prentaðu út veggspjöld:  


 • Einkenni


Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?