Grunur um krabbamein

Ef grunur vaknar um krabbamein, til dæmis vegna einkenna eða vanlíðunar, er algengt fyrsta skref að leita til heimilislæknis. Hugsanlega skoðar hann þig og beinir þér jafnvel áfram til sérfræðilækna eða í rannsóknir. Ef þú ert með einkenni sem eru aðkallandi skal að sjálfsögðu leita beint á læknavaktina eða sjúkrahús. 

Ef þú ert óviss um hvort þú eigir að láta kanna hvort þú sért með krabbamein eða hvert þú ættir þá að leita er þér velkomið að hafa samband við Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem leiðbeinir þér um framhaldið, þér að kostnaðarlausu.

Fagfólk Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins býður ráðgjöf, stuðning og hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Einnig geta þeir sem hafa spurningar eða grun um krabbamein haft samband. Síminn er opinn alla virka daga: 800 4040 og hægt er að senda tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is. Þjónustan er fólki að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga.



Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?