Um Karlaklefann

Karlmenn leita sér upplýsinga í minna mæli en konur varðandi margt sem snertir heilsufar, þeir bregðast síður við einkennum og leita seinna til læknis. Markmið Krabbameinsfélagsins með Karlaklefanum er að auka áhuga karla á fróðleik og miðla upplýsingum um heilbrigðan lífsstíl, krabbamein og sjúkdómsferli, réttindamál, stuðning og viðbrögð aðstandenda og vinnufélaga svo dæmi séu tekin.

Fyrsti áfangi vefsins opnaði þann 1. mars 2019 í tilefni af upphafi Mottumars, árlegu fjáröflunar- og fræðsluátaki félagsins.