Matur og næring

Hollt og fjölbreytt mataræði og regluleg hreyfing bætir heilsu og líðan, hefur jákvæð áhrif á líkamsþyngdina og minnkar áhættu á krabbameinum og öðrum sjúkdómum.

Við höfum flestir ávinning af því að auka neyslu á mat úr jurtaríkinu, því um leið og við fáum þá helling af næringarefnum þá borðum við sennilega minna af óhollum mat.

Helstu ráðleggingar um mat og næringu eru að:

  • borða ríkulega af heilkornavörum , baunum, grænmeti, ávöxtum og berjum
  • takmarka eða sleppa neyslu á rauðu kjöti (nautakjöt, svínakjöt, lambakjöt og hestakjöt)
  • forðast eða sleppa neyslu á unnum kjötvörum (til dæmis pylsur, bjúgu, saltkjöt, kjötálegg)
  • takmarka eða sleppa neyslu á sælgæti og óhollum skyndibita (til dæmis djúpsteiktum mat)
  • sleppa sykruðum drykkjum

Ertu að spá hvað þú eigir að hafa í matinn? Bragi Guðmundsson matreiðslumaður hefur tekið saman nokkrar einfaldar og bráðhollar uppskriftir fyrir þig.

Engar sterkar vísbendingar styðja að tilteknar fæðutegundir (sem eru stundum kallaðar „ofurfæða“ eða „superfoods“) geti einar og sér komið í veg fyrir krabbamein eða aðra sjúkdóma. Þær geta þó flestar verið hluti af hollu mataræði. Almennt séð er ekki ráðlagt að nota fæðubótarefni til að draga úr líkum á krabbameini og öðrum sjúkdómum, þó öllum sé ráðlagt að taka D-vítamín (15-20 μg á dag) með því að taka lýsi, lýsisperlur eða vítamíntöflur sem innihalda D-vítamín.

Lestu meira:Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?