Góður svefn

Höldum rútínu

Reynum að fara í rúmið og vakna á svipuðum tíma á hverjum degi. Fyrir flesta fullorðna dugir að sofa í 7-8 tíma á sólahring. Ef það tekur langan tíma að sofna er hægt að lesa eða hlusta á róandi tónlist.

Reguleg hreyfing stuðlar að bættum svefni. Forðumst þó mikla líkamlega áreynslu rétt fyrir svefn þar sem þá fara örvandi efni út í blóðrásina sem geta tafið fyrir því að við sofnum.

Höfum í huga hvað við drekkum og borðum 

Stórar máltíðir rétt fyrir háttatíma eða svengd geta haft áhrif á svefn. Gott er að fá sér t.d. ávöxt, brauð eða flóaða mjólk fyrir svefninn ef maður er svangur. 

Niktótín, koffín og áfengi geta truflað svefninn og best að forðast þessi efni m.a. til að tryggja betri svefn.

Sköpum góðar aðstæður til svefns

Hugum að þáttum eins og hitastigi, birtu (góð gluggatjöld) og hávaða (eins og hægt er) í svefnherberginu. Slökun fyrir svefn, til dæmis með því að fara í heitt bað getur hjálpað til að sofna fyrr.

Gott er að hafa í huga að birta frá tölvuskjá og símaskjá getur tafið fyrir myndun svefnhormónsins, melatóníns, og því mikilvægt að nota ekki slík tæki um það bil klukkutíma fyrir svefn. 

Forðumst að leggja okkur yfir daginn

Fyrir þá sem eru ekki í næturvinnu er best að reyna að forðast að leggja sig yfir daginn. Sé það gert er best að sofa ekki lengi og ekki seinnipart dagsins.

Lestu meira

 Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?