Heilsa og forvarnir

Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl

Þetta þarf ekki að vera flókið. Öll hreyfing er jákvæð og auk þess að bæta almenna líðan minnkar hreyfingin líkur á krabbameinum. Við þurfum svo að gæta að því sem við látum ofan í okkur, hvort sem það er matur, áfengi eða tóbaksreykur.


Betri heilsa

Reykingar og tóbak

Að hætta að reykja er mögulega stærsta einstaka skrefið til betri heilsu. Fyrir utan neikvæð áhrif á þol og almenna heilsu auka reykingar (líka óbeinar) líkur á krabbameinum, m.a. í lungum, og hjarta- og æðasjúkdómum.

Lesa meira

Hreyfing

Öll hreyfing er jákvæð og það er ekki nauðsynlegt að svitna í líkamsræktarstöð frekar en maður vill. Fyrsta skrefið er að minnka kyrrsetu, til dæmis með göngutúrum eða bara taka létta æfingu heima á sokkaleistunum.

Lesa meira

Matur og næring

Fjölbreytt fæðuval skiptir miklu máli, líka fyrir þá sem þurfa ekki endilega að léttast. Með því fær líkaminn þau næringarefni sem hann þarf á að halda og við stuðlum að betri heilsu, vellíðan og minni líkum á ýmsum sjúkdómum, þar á meðal krabbameinum.

Lesa meira

Áfengi

Þó að það sé ekki endilega vinsælt þá vitum við að áfengi er skaðlegt. Að takmarka áfengisneyslu, ef þú drekkur á annað borð, stuðlar að betri líðan, betri svefni, betri árangri í íþróttum og námi og minni líkum á krabbameinum og fleiri sjúkdómum.

Lesa meira

Sólin getur bitið

Sólargeislun getur skaðað húðina og aukið líkur á húðkrabba. Sumir okkar virðast hins vegar duglegri að bera viðarvörn á pallinn en sólarvörn á húðina.

Lesa meira

Gómsætar uppskriftir

Fjölbreytt fæðuval skiptir máli fyrir alla. Til að gefa þér nýjar hugmyndir hefur Bragi Guðmundsson matreiðslumaður tekið saman nokkrar einfaldar og bráðhollar uppskriftir.

Lesa meira

Góðgæti af grillinu

Þegar kemur að grillun hefur hver sinn smekk; hvort grilla eigi á kolum eða gasi, hvaða marineringu á að velja og hvaða hráefni henti best.

Lesa meira

Góður svefn

Svefn hefur mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar og þar með á lífsgæðin. Margir þættir geta haft áhrif á svefngæði og svefnlengd eins og of mikil tölvu- og snjallsímanotkun, annríki, streita og sjúkdómar.

Lesa meira


Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?