Mismunandi tegundir krabbameina karla

Eistnakrabbamein

Krabbamein í eistum eru frekar sjaldgæf en hafa samt þá sérstöðu að vera algengustu illkynja æxli ungra karlmanna (25-39 ára). Árlega greinast um 14 karlar hérlendis og meðalaldur við greiningu er 34 ár. Eistnakrabbamein er eitt fárra krabbameina sem hægt er að lækna þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi dreift sér til annarra líffæra og eru um 98% á lífi fimm árum eftir greiningu.

Lesa meira

Krabbamein í blöðruhálskirtli

Blöðruhálskirtilskrabbamein er algengasta krabbameinið hjá körlum á Íslandi. Á hverju ári greinast rúmlega 240 karlar með meinið. Lífshorfur fara eftir því hvort krabbameinið er staðbundið, þ.e. eingöngu í blöðruhálskirtlinum eða hafi dreift sér víðar, og hve hraður sjúkdómsgangurinn er. Um 90% þeirra sem greinast með sjúkdóminn lifa lengur en fimm ár frá greiningu og nú eru á lífi um 2.400 karlar á Íslandi með blöðruhálskirtilskrabbamein.

Lesa meira

Krabbamein í ristli og endaþarmi

Krabbamein í ristli og endaþarmi, oft kallað ristilkrabbamein til einföldunar, er næstalgengast krabbamein hjá körlum á Íslandi. Á hverju ári greinast tæplega 100 karlar á Íslandi með krabbamein í ristli og endaþarmi. Meðalaldur við greiningu er um 68 ár. Almennt eru horfur sjúklinga með krabbamein í ristli og endaþarmi góðar. Ef krabbameinið uppgötvast snemma er langoftast hægt að fjarlægja það með skurðaðgerð. Nú eru á lífi rúmlega 770 karlar með ristilkrabbamein.

Lesa meira

Lungnakrabbamein

Lungnakrabbamein er þriðja algengasta krabbameinið hjá körlum á Íslandi. Á hverju ári greinast rúmlega 80 karlar með sjúkdóminn. Um 90% lungnakrabbameina orsakast af tóbaksreykingum og því er þetta sjúkdómur sem auðveldlega er hægt að koma í veg fyrir að mestu leyti. Mikið er í húfi því lungnakrabbamein veldur flestum dauðsföllum vegna krabbameins, bæði hjá körlum og konum.

Lesa meira


Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?