Taktu prófið

Hvað veistu um einkenni?

Það eru ýmis einkenni sem gætu bent til krabbameins, en ert þú með helstu staðreyndir um einkenni og áhættuþætti á hreinu? Því fyrr sem krabbamein uppgötvast, því meiri líkur eru á bata.


Ef krabbamein hefur myndast einhversstaðar í líkamanum skiptir litlu máli hvort fljótt eða seint er gripið inn í fyrst það er á annað borð komið.

Ósatt: Þegar krabbamein er komið á það stig að fólk finni fyrir einkennum skiptir máli að bregðast við. Því lengur sem beðið er, þeim mun líklegra er að meinið verði illviðráðanlegra. 

Blóð í hægðum getur verið merki um krabbamein í ristli og endaþarmi.

Satt: Blóð í eða á hægðum er eitt þeirra einkenna sem geta vakið grun um krabbamein í ristli eða endaþarmi.   Aðrar ástæður eins og sár í endaþarmi og gyllinæð eru þó mun líklegri orsakir en leita ætti til læknis til að fá skorið þar úr um. 

Ef nýir fæðingarblettir birtast eða breytingar verða á blettum sem þegar eru til staðar getur það verið merki um húðkrabbamein, þar með talin sortuæxli. 

Satt: Ef vart verður við nýja fæðingarbletti eða ef breytingar verða á blettum, t.d. á stærð, lögun eða lit ætti að panta tíma hjá lækni og láta athuga þá.  

Karlmenn geta ekki fengið brjóstakrabbamein

Ósatt: Karlmenn geta fengið krabbamein í brjóst þó það sé miklu sjaldgæfara en hjá konum (~1 karl á móti 100 konum). Það þýðir að 2-4 karlar greinast árlega hérlendis með krabbamein í brjósti. Karlmenn ættu því að leita til læknis ef þeir verða varir við þykkildi, hnút eða aðrar breytingar í brjósti. 

Óvenjuleg þreyta sem ekki breytist við hvíld og hefur verið viðvarandi í nokkrar vikur getur átt sér ýmsar orsakir en ein þeirra er krabbamein.  

Satt: Finni fólk fyrir mikilli þreytu sem er öðruvísi en það á að venjast og minnkar ekki við hvíld ætti að hafa samband við lækni. 

Áhætta á krabbameinum minnkar með hækkandi aldri 

Ósatt: Með hækkandi aldri aukast líkurnar á að fólk fái krabbamein. Um 80% allra krabbameina greinast hjá fólki sem er eldra en 54 ára. Þó að allir eigi að vera vakandi fyrir einkennum sem geta bent til krabbameina ætti fólk samt að vera enn meira á varðbergi eftir því sem aldurinn færist yfir. 

Kyngingarörðugleikar, hæsi og hósti tengjast ekki krabbameinum. 

Ósatt: Kyngingarörðugleikar tengjast í sumum tilfellum krabbameini, t.d. í vélinda. Hafi verið erfitt að kyngja í mánuð eða lengur og/eða ástandið versnandi ætti að leita til læknis. Það sama á við um hæsi og hósta sem stendur í meira en mánuð og/eða fer versnandi. Hafa ætti samband við lækni, ekki síst ef hósta fylgir blóðugur uppgangur. 

Ef líkamsþyngdin minnkar án skýrra orsaka (t.d. vegna breytinga á matarvenjum eða ástundun hreyfingar) ætti að hafa sambandi við lækni. 

Satt: Þyngdartap er fylgifiskur margra sjúkdóma og er krabbamein þar á meðal. Mikilvægt er að leitað sé til læknis ef einstaklingur upplifir slíkt.  

Ef vart verður við óvenjulega blæðingu, t.d. frá endaþarmi eða blóð í hráka eða þvagi ætti að leita til læknis. 

Satt: Ákveðin krabbamein geta verið orsök óvenjulegra blæðinga þó að ýmislegt annað geti einnig legið að baki. Leita ætti til læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur blæðingunum. 

Þykkildi eða hnútur í eista/pung getur ekki verið krabbamein nema því fylgi óþægindi eða verkur. 

Ósatt: Hnútar og þykkildi í eista eða pung (allt niður í hrísgrjón að stærð) geta verið krabbamein þó að engin óþægindi eða verkur fylgi. Því á að leita til læknis ef vart verður við hnút eða þykkildi en einnig ef óljós eymsli eða þyngslatilfinning í eista gerir vart við sig. Eistnakrabbamein hefur þá sérstöðu að vera algengara hjá yngri mönnum en eldri. Mælt er með reglulegri sjálfskoðun. 

Sár sem gróa illa geta verið merki um húðkrabbamein. 

Satt: Sár sem gróa illa eða gróa en koma aftur geta verið merki um húðkrabbamein. Ef sár grær ekki á 3-4 vikum eða grær og kemur samt aftur ætti að leita til læknis til að athuga málið. Ef um krabbamein er að ræða eru auknar líkur á að meðferð beri árangur ef gripið er sem fyrst inn í. 

Öll einkenni sem geta verið vísbendingar um krabbamein geta líka átt sér aðrar skýringar. 

Satt: Einkenni sem geta bent til krabbameins geta einnig átt sér ýmsar aðrar orsakir. Miklu máli getur þó skipt að skorið sé fljótt úr um hvort um krabbamein sé að ræða.  


Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Niðurstöður

{"First":{"Svar":"First","Fjöldi":"12","Niðurstaða":"first"},"Second":{"Svar":"Second","Fjöldi":"10","Niðurstaða":"second"},"Third":{"Svar":"Third","Fjöldi":"9","Niðurstaða":"third"},"Fourth":{"Svar":"Fourth","Fjöldi":"6","Niðurstaða":"fourth"},"Default":{"Svar":"Default","Fjöldi":"0","Niðurstaða":"default"}}

Frábært, (12/12)

Frábært, þú svaraðir öllu rétt! Þú veist greinilega ýmislegt um einkenni sem geta bent til krabbameins.
Mundu líka að bregðast fljótt við og leita til læknis ef þú finnur fyrir einkennum sem þig grunar að gætu stafað af krabbameini.

Lestu nánar um einkenni sem geta bent til krabbameina. 

Vel gert, (10-11/12)

Vel gert, þú svaraðir næstum öllu rétt og veist greinilega ýmislegt um einkenni sem geta bent til krabbameins.
Það er gott, því það skiptir máli að þekkja einkenni og mundu líka að bregðast fljótt við og leita til læknis ef þú finnur fyrir einkennum sem þig grunar að gætu stafað af krabbameini. 

Lestu nánar um einkenni sem geta bent til krabbameina.

Þokkalegt, (9-10/12)

Þú svaraðir þónokkru rétt en það gæti komið sér vel fyrir þig að kynna þér málin betur. Það skiptir máli að þekkja einkenni sem geta bent til krabbameins og líka að bregðast fljótt við þeim og leita til læknis.  

Lestu nánar um einkenni sem geta bent til krabbameina.

Sæmilegt, (6-8/12)

Þú svaraðir sumu rétt en það gæti líklega komið sér vel fyrir þig að kynna þér málin betur. Það skiptir máli að þekkja einkenni sem geta bent til krabbameins og líka að bregðast fljótt við þeim og leita til læknis. .

Lestu nánar um einkenni sem geta bent til krabbameina.

Þú ættir að kynna þér málin betur, (0-5/12)

Það skiptir máli að þekkja einkenni sem geta bent til krabbameins og líka að bregðast fljótt við þeim og leita til læknis.   

Lestu nánar um einkenni sem geta bent til krabbameina.


Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?