Ráðgjafar­þjónusta

Þeim sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendum þeirra býðst hagnýt fræðsla, viðtöl, ráðgjöf, ýmis námskeið og slökun hjá fagfólki. Pantaðu viðtal með tölvupósti , hringdu, sendu okkur línu eða kíktu við í spjall og kaffibolla á fyrstu hæð í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8  (þú þarft ekki að bóka tíma). Opið mánudaga-fimmtudags milli 9:00 og 16:00, á föstudögum frá 9:00 til 14:00.

Aðrir sem hafa spurningar tengdar krabbameinum geta líka haft samband t.d. þá sem grunar að þeir séu með krabbamein en vita ekki hvert þeir geta leitað, hafa áhyggjur af einhverjum öðrum með krabbamein, hafa misst ástvin eða eru að velta fyrir sér einhverju í tengslum við krabbamein. 

Hjá okkur starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sálfræðingur og kynfræðingur.

Síminn 800 4040 er opinn alla virka daga og alltaf er hægt að senda tölvupóst á netfangið radgjof@krabb.is.

Sálfræðiþjónusta - Fjölbreytt námskeið - Símaráðgjöf - Viðtöl - Réttindaráðgjöf - Djúpslökun -Hádegisfyrirlestrar - Fræðslufundir - Hugleiðsla og jóga - Öndunaræfingar 

Lestu meira:Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?