Appelsínugrafin eða dill- og kúmengrafin bleikja

Appelsínugrafin bleikja

Þerrið flökin og setið í glerskál, blandið saman

  • Appelsínuþykkni
  • Sítrónusafa
  • Salt og pipar
  • Púðursykri
  • Þurrkaðri myntu
  • Bætið má smá hunangi við

Smakkið til og hellið yfir silungsflökin. Geymið í ísskáp í 2-4 daga, snúið við eftir minni. Ef ekki verður borðar eftir þann tíma þá er best að geyma flökin í frysti.

Síðan borið fram með ristuðu brauði og sósu sem búin er til úr grískri jógúrt eða skyri blandað með smá appelsínusafa og hunangi - allt eftir smekk, það er allt leyfilegt.

Skreytt með myntukvisti og sítrónu eða mandarínu.

Dill- og kúmengrafin bleikja

Blandið saman:

  • Þurrkuðu dilli
  • Heilu eða muldu kúmeni
  • Salt og pipar
  • Púðursykri
  • Grænmetis eða fiskikrafti

Smakkið til eftir smekk. Stráið yfir flökin og leggið þau saman með roðið út. Setið í ísskápinn í 3-5 daga. Munið að snúa öðru hvoru við. Geymist svo í frysti. Borið fram með ristuðu brauði og jógúrt eða skyrsósu sem búinn er til úr grískri jógúrt eða hreinu skyri, sætu sinnepi og slatta af kryddinu sem notað er á bleikjuna.

Ristað súrdeigsbrauð, sítróna, smjör og ferskt dill yfir fær mann til að stynja af ánægju.

20191120_ros_MG_0471_opt-2-




Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?