Rauðkál - soðið eða ferskt

Hér koma tvær tegundir af jólarauðkáli.

Soðið rauðkáli

Skerið niður ferskan rauðkálshaus (eða kaupið niðurskorið) Takið stilkinn frá. Setið í pott með bolla af vatni, lokið pottinum og sjóðið rólega upp. Takið af og látið standa smá stund. Hellið vatninu af, setið nú í pottinn

  • Mataredik
  • Púðusykur
  • Appelsínusafa
  • Rúsínur
  • Eplateninga

Sjóðið rólega og smakkið til, kryddið með smá salti og kaneldufti eða sjóðið litla kanelstöng með.

Ef mikið vatn er á rauðkálinu, þá hellið af því. 

Svo er gott kokkaráð að þykkja rauðkálið með smá kartöflumjöli blandað í kældan safa af rauðkálinu. 

Þetta rauðkál er gert af smekk hvers og eins, og er aldrei eins.

Shutterstock_524001490_opt

Ferskt rauðkál

Skerið niður ferskan rauðkálshaus (eða kaupið niðurskorið).

Blandið saman við ferskt kálið:

  • Ólífuolíu
  • Sítrónusafa eftir smekk
  • Kóríander
  • Pipar eftir smekk

Blandið öllu saman í skál og notið sem meðlæti með hamborgarahryggnum, fuglakjöti eða lambakjöti.
Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?