Lambalæri og steikt grænmeti ásamt eplaböku

Takið lykilbein (mjaðmabein) og hækilkjöt af lærinu. Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti. Brúnið vel á pönnunni í örlítilli olíu og setjið í ofn eða jafnvel á grillið við vægan hita 100-120 °C í ca 1 til 1 og hálfan tíma eða þar til kjarnhiti er u.þ.b. 60 °C.

20191120_ros_MG_0396_opt

Setjið á sömu pönnu og ristið fyrst bolla af salthnetum og takið til hliðar.

Kartöflur skornar í sneiðar, má krydda með hverju sem er t.d. salti, pipar og dill eða rósmarín. Kartöflurnar eru fyrst steiktar á sömu pönnu og svo settar í ofninn í ca 30-40 mínútur. Gott er að hella smá olíu yfir þær og hræra í þeim áður en fara inn í ofninn. Bornar fram sér

Svo er grænmetið skorið og sett á pönnuna (má vera það sem er til í ísskápnum).

Hér er tillaga:

  • Laukur
  • Rauðlaukur
  • Hvítlaukur
  • Sveppir
  • Paprika
  • Eggaldin brytjað í teninga 

 20191120_ros_MG_0366_opt

Þegar búið er að steikja grænmetið í smá stund er 250 ml af vatni bætt út í, soðið upp og síðan kryddað með salti, pipar og síðast en ekki síst kínverskri HoiSin sósu að smekk. Sósan er aðeins þykkt með sósujafnara ef þarf.

Steiktu hneturnar eru svo settar á diskinn með kjötinu, sósunni og grænmetinu.

Með þessari frábæru lambasteik er líka gott að hafa t.d blaðsalat og mangó- eða melónubita eða aðra ferska ávexti.

Eplabaka

3-4 skræld epli jonagold eða græn. Brytjuð og sett í eldfast mót. (Súkkulaðirúsínur bætt við, ef vill) Kanelsykri stráð yfir.

  • 100 gr. Smjör/smjörlíki
  • 100 gr. Sykur
  • 100 gr. Heilhveiti

Öllu blandað saman og hrært. Sett ofan á eplin. Smá kanelsykri sett ofan á, ásamt muldum salthnetum. Bakað í ofni í u.þ.b. 30-40 mín í 200°C.

Borið fram með þeyttum rjóma eða ís ,einfaldara getur það varla orðið né betra.

20191120_ros_MG_0510_opt 
Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?