Fáranlega einföld fiskisúpa

Setjið einn nagla í pott (má sleppa).

Tínið svo til sem flestar tegundir af grænmeti úr ískápnum. Smá af hverju, t.d. hvítkál, gulrætur, rófur, kúrbít, lauk, hvítlauk,blómkál, soðin hrísgrjón, kartöflur, og fl. Skerið í litla bita og teninga. Létt brúnið á pönnu eða í súpupotti. Setjið ca. 1 líta af vatni, 1 msk. tómatpurré og grænmetisrjóma. Látið sjóða og þykkið aðeins með sósujafnara. 

Skerið í bita allan þann fisk sem þið eigið eða viljið nota og setjið varlega í súpuna og látið rétt aðeins malla í ca. 3 mín og standa síðan í 5 mín. Smakkist til með t.d fiskikrafti, grænmetiskrafti salti, pipar úr kvörn. Hvítvínsskvetta og nokkrir soyasósudropar skemma ekkert fyrir. 

Borið fram með brauði, smjöri eða pestói.

Fáránlega einföld fiskisúpa




Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?