Steikt kalkúnabringa með hnetusósu og sætkartöflumús

Ristið og létt brúnið kalkúnabringuna í olíu á pönnunni við meðalhita. Setjið í ofninn við 130°C í hámark 30 mínútur eða þar til kjarnhitinn er orðinn 68°C.

Ristið á sömu pönnu,

  • 1 bolla kastaníuhnetur
  • 1 niðurskorinn lauk
  • 1 niðurskorinn rauðlauk
  • 10 sveppi í sneiðum
  • 10 gráfíkjur, skornar í bita
  • Brytjaða kjúklinga eða kalkúnalifur (má sleppa)
  • Grænmetisrjómi eða matreiðslurjómi
  • Sojasósa eða ostrusósa
  • Salt (má sleppa) og pipar

Þegar búið er að rista í smá stund grænmetið, gráfíkjurnar og hneturnar er bætt við tveimur bollum af vatni á pönnuna. Sjóði í örlitla stund og bætið svo út í smá rjóma, salti, pipar og skvettu af sojasósu eða ostrusósu (1-2 matskeiðar).

Með þessu er frábært að hafa sætukartöflu- og blómkálsmús. Soðnar sætar kartöflur og blómkál léttsoðið, sett saman í matvinnsluvél með salti, pipar og örlitlu af grænmetisrjóma. 
Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?