Þorskur í einum grænum

  • 4 þorskhnakkar (má nota allan annan fisk; karfa, löngu, keilu, ýsu, lúðu eða smálúðu)
  • 150 gr. rækjur 
  • ½ paprika
  • ½ laukur
  • 2 blöð sellerí
  • 1 msk. tómatpurré
  • 1 peli grænmetisrjómi
  • smá fiskikraftur

Brúnið fiskinn á pönnu, kryddið með salti og pipar. Leggið til hliðar. 

Setjið 100 ml. af vatni, pela af grænmetisrjóma, tómatpurré og fiskikraft í pönnuna og sjóðið. Ef þarf má þykkja sósuna með smá sósujafnara. Smakkið til.

Setjið þorskhnakkana í sósuna og setið lokið á. Hitið í 10 mín við lægsta hita svo rétt sjóði en brenni ekki. Borið fram með brúnum hrísgrjónum og fersku salati.
Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?