Kjúklingabringa með mangó og grænmeti

Stráið og nuddið heilhveiti á kjúklingabringurnar (miðað við ca eina bringu á mann), kryddið með salti og pipar. Ristið bringurnar fallega ljósbrúnar á pönnunni og setjið svo í ofninn við 150 °C í um það bil 20 mínútur (þurfa að ná 70°C í kjarnhita).

Létt brúnið grænmeti á pönnunni:

Hér er tillaga að grænmeti:

 • Sveppir
 • Paprika
 • Eggaldin í teningum
 • Mangóbitar
 • Sellerí
 • Laukur
 • Rauðlaukur

Setið grænmetið í skál. Notið svo pönnuna til að gera sósu. Setijið smá vatn, salt, pipar, mango cutney og grænmetisrjóma. Nokkra sojadropar eftir smekk. Með þessum kjúklingabringum er frábært að hafa líka sætukartöflu- og blómkálsmús ásamt ristaða grænmetinu og mangóbitunum.

Einnig er tilvalið að hafa eplasalat með réttnum (passar líka vel með kalkún og lambalæri).

Eplasalat, þetta klassíska

 • 4 brytjuð og skræld epli
 • Sýrður rjómi 10%
 • Þeyttur grænmetisrjómi eða venjulegur rjómi
 • 10 vínber skorin til helminga

Smá púðursykur eða Maple síróp, nokkur korn af salti (má sleppa), sítrónusafi og valhnetur ef vill.

Geymið í ísskáp.

20191120_ros_MG_0419_opt
Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?