Lax í mangó

  • 4 góðir laxbitar (bleikjuflök eru líka frábær)
  • 150 gr mango chutney
  • 1 sæt kartafla
  • ½ laukur
  • ½ rauðlaukur
  • paprika

Smyrjið ofnfast fat með ólífuolíu, setjið laxinn á fatið og smyrjið með mango chutney. Skerið sætar kartöflur, papriku og laukinn í litla bita og brúnið í á pönnu. Setjið grænmetið í eldfasta mótið. Hitið í ofni við 160° í um 15 – 20 mín.

Borið fram með fersku grænmeti. Gott er að setja sítrónu og muldar hnetur á laxinn.

Lax í mangó
Ertu með ábendingar varðandi þessa síðu?